Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. september 2021 13:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn gegn Hollandi - Amanda í hópnum!
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Vålerenga
Sif er mætt aftur í hópinn.
Sif er mætt aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópur kvenna fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM - gegn Hollandi - hefur verið opinberaður.

Það sem er stærst er að Amanda Andradóttir er í hópnum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður var á dögunum valin í U19 landslið Noregs en hún er valin í A-landslið Íslands.

Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn, en hún spilaði síðast landsleik fyrir tveimur árum. Hún eignaðist sitt annað barn í fyrra.

Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir detta úr hópnum frá því síðast. Inn koma Amanda, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Sif.

Diljá Ýr Zomers, sem hefur verið að standa sig vel með Häcken í Svíþjóð, er ekki í hópnum.

Hér að neðan má sjá hópinn í heild sinni.

Hópurinn:
Sandra Sigurðardóttir - Valur - 36 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - KIF Örebro - 3 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 40 leikir
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 10 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 93 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 37 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 11 leikir
Sif Atladóttir - Kristianstads DFF - 82 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK - 119 leikir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 5 leikir
Andrea Rán Hauksdóttir - Houston Dash - 12 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 92 leikir, 30 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 80 leikir, 11 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 14 leikir, 2 mörk
Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 4 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir, 3 mörk
Amanda Andradóttir - Valerenga
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby - 52 leikir, 7 mörk
Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 37 leikir, 3 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads DFF - 8 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 19 leikir, 3 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner