Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. október 2021 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Smári: Einn aukadagur getur skipt sköpum
Icelandair
Eiður á landsliðsæfingunni í gær.
Eiður á landsliðsæfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar á landsliðsæfingunni í gær.
Arnar á landsliðsæfingunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á Teams fréttamannafundi í gær. Landsliðið undirbýr sig undir landsleiki gegn Armeníu á föstudag og svo gegn Liecthensein á mánudag.

Í fyrsta sinn frá því Arnar og Eiður tóku við er liðið einungis að spila tvo leiki í landsleikjaglugganum og fá þeir auka dag til æfinga fyrir fyrsta leik.

Í síðasta landsliðsverkefni voru föstu leikatriðin hjá liðinu gagnrýnd, bæði sóknar- og vararlega. Verður eitthvað sérstakt gert varðandi föstu leikatriðin í þessum glugga?

„Já, það er aldrei ætlunin að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum og það er alltaf ætlunin að reyna skora úr þeim. Síðan við tókum við erum við á núllinu, erum held ég búnir að skora fjögur og fá á okkur fjögur úr föstum leikatriðum. Það er of mikið að fá á sig fjögur mörk úr föstum leikatriðum. Það er hlutur sem við vinnum í og það er plönuð æfing í þessu í vikunni, eins og alltaf," sagði Arnar.

Þið eruð að fá fleiri daga en venjulega í æfingar fyrir leiki. Hversu mikilvægt er það, sérstaklega í ljósi þess hversu miklar breytingarnar eru frá því fyrir ári síðan?

„Það munar mjög miklu. Liðið kom saman á mánudaginn, margir voru að spila á sunnudeginum svo þeir tóku ekki fullan þátt í æfingu í gær. Flestir voru með á fullu í dag [í gær] sem er frábært."

„Bara einn aukadagur getur gefið okkur svo mikið. Bara það að geta eitt heilum eða hálfum æfingadegi í að fara yfir föst leikatriði sem dæmi."

„Það muna allir eftir því að þegar við tókum við í mars að þá áttum við tvo æfingadaga og svo var leikur á móti Þjóðverjum úti. Við fórum beint í djúpu laugina, við vorum nýteknir við og vorum að kynna inn nýja hugmyndafræði. Einn aukadagur getur skipt sköpum,"
sagði Eiður.

Önnur svör Arnars og Eiðs á fundinum:
Arnar um fundinn með Vöndu: Þarft ekki að vinna hjá NASA til að sjá þetta
Arnar Viðars: Gerum aldrei kröfu á sigur
Hafa ekki rætt við Jóa um gagnrýni hans á KSÍ
Andrarnir tæpir fyrir komandi landsleiki
Reyna að búa til bestu blönduna - „Held að framtíðin sé björt"
Athugasemdir
banner
banner