Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 06. október 2021 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Brighton handtekinn grunaður um kynferðisbrot
Heimavöllur Brighton
Heimavöllur Brighton
Mynd: Getty Images
Leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn í dag grunaður um kynferðisbrot gegn konu á næturklúbbi í bænum en það er Times sem greinir frá.

Leikmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, var færður í hald lögreglu snemma í morgun, en hann hafði verið á skemmtistað í Brighton.

Konan tilkynnti brotið til lögreglunnar í Sussex og handsamaði hún tvo menn, annan á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri.

Ekki er hægt að nafngreina leikmanninn af lagalegum ástæðum en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

Myndband er í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem leikmaðurinn er í járnum. Miklar vangaveltur eru um hvaða leikmaður hafi verið handtekinn en það kemur væntanlega í ljós á næstu vikum.

Enska félagið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner