Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. október 2021 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Móðir Mbappe: Viðræður við PSG ganga vel
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Fayza Lamari, móðir franska framherjans Kylian Mbappe, segir að viðræður við Paris Saint-Germain gangi vel en hún greinir frá þessu í viðtali við Le Parisien.

Samningur Mbappe við PSG rennur út næsta sumar og hefur Mbappe ekki viljað framlengja samninginn.

Hann vildi komast frá félaginu í sumar og ganga til liðs við Real Madrid en PSG hafnaði 180 milljón evra tilboði og ákvað síðan að svara ekki öðru tilboði Madrídinga.

Mbappe ræddi við L'Equipe á dögunum þar sem hann ræddi um Real Madrid og margt fleira en hann vildi tryggja það að PSG fengi greitt fyrir þjónustu hans.

Það er talið líklegast að Mbappe endi hjá Real Madrid næsta sumar en móðir hans greinir nú frá því að samningaviðræður við PSG miði áfram.

„Við erum í viðræðum við PSG og þær ganga vel. Ég var með Leonardo á mánudag. Munum við komast að samkomulagi? Eitt er víst og það er að hann mun gefa allt sitt til að vinna Meistaradeildina," sagði Fayza.

„Kylian þarf að vera ánægður í eigin skinni. Ef hann er óánægður þá mun hann geta tjáð ykkur það að hann sé hættur og hann segir það meira að segja oft við okkur. Þegar það kemur að Kylian þá getur allt breyst á augnabliki," sagði hún ennfremur.

Sjá einnig:
Mbappe óánægður með forráðamenn PSG - Bað um að fara í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner