Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. október 2021 23:55
Brynjar Ingi Erluson
Pétur framlengir við Val - Matthías verður aðstoðarþjálfari (Staðfest)
Matthías Guðmundsson er nýr aðstoðarþjálfari Vals
Matthías Guðmundsson er nýr aðstoðarþjálfari Vals
Mynd: Knattspyrnudeild Vals
Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, framlengdi í kvöld samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Matthías Guðmundsson verður þá honum til aðstoðar en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í kvöld.

Pétur tók við Val í október árið 2017 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2019 og undir hans stjórn varð liðið aftur Íslandsmeistari í sumar.

Hann framlengdi í kvöld samning sinn við Val til 2023 og var þá einnig tilkynnt um ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara en Matthías Guðmundsson tekur við starfinu.

Eiður Benedikt Eiríksson hætti sem aðstoðarþjálfari liðsins á dögunum og er Matthías nú kominn inn í hans stað en Matthías gerir tveggja ára samning við Val.

Matthías er vel kunnugur Völsurum en hann spilaði lengst af með Val á knattspyrnuferli sínum og hefur þá sinnt þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner