Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. október 2021 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19: FCK tvíeykið afgreiddi Slóvena - Pálmi varði víti
Orri Steinn fagnar marki
Orri Steinn fagnar marki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ísland 3 - 1 Slóvenía
1-0 Hákon Arnar Haraldsson ('1)
2-0 Orri Steinn Óskarsson ('19)
2-1 Nemanja Gavric ('53)
3-1 Orri Steinn Óskarsson ('55)

Íslenska U19 ára landsliðið vann í dag Slóveníu 3-1 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.

Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson sáu um að skora mörk íslenska liðsins en þeir eru báðir á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Hákon kom íslenska liðinu yfir strax á fyrstu mínútu og Orri Steinn kom liðinu í 2-0 á 19. mínútu.

Slóvenar minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik en Orri Steinn kom íslenska liðinu fljótlega aftur í tveggja marka forystu. Á 68. mínútu varði svo Pálmi Rafn Arinbjörnsson vítaspyrnu og hélt forskoti Íslandi í tveimur mörkum.

Byrjunarlið íslenska liðsins má sjá hér að neðan, þeir Kjartan Kári Halldórsson og Ari Sigurpálsson komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik.

Ísland er í riðli með Ítalíu, Litháen og Slóveníu í riðli og er leikið í Slóveníu dagana 6.-12. október. Ólafur Ingi Skúlason er þjálfari liðsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner