Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. nóvember 2020 13:46
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren gæti kallað menn inn í hópinn eftir Ungverja leikinn
Icelandair
Mikael Neville Anderson
Mikael Neville Anderson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru ekki í A-landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Þeir geta því báðir mögulega verið í U21 landsliðshópnum fyrir komandi verkefni en liðið er að berjast um sæti á EM.

U21 landsliðið á þrjá leiki eftir í undankeppni EM og framundan er stórleikur gegn toppliði Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn.

Ísland er í dag í 4. sæti riðilsins, stigi á eftir Ítölum. Ísland heimsækir Írland og Armeníu eftir leikinn við Ítalíu. Efsta liðið í riðlinum fer beint á EM en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, valdi 24 leikmenn fyrir leikina framundan gegn Ungverjalani, Danmörku og Englandi. Erik gæti bætt leikmönnum við hópinn eftir leikinn gegn Ungverja á fimmtudag.

„Við byrjuðum síðasta hóp með 24 leikmenn líka og fengum síðan menn inn í hópinn. Við skoðum stöðuna eftir fyrsta leikinn og kannski köllum við nýja leikmenn inn í hópinn," sagði Erik á fréttamannafund í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner