Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. febrúar 2020 11:23
Magnús Már Einarsson
Karolína Jack í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Karólína Jack hefur gengið til liðs við KR en hún kemur til félagsins frá HK/Víkingi. Karólína gerði þriggja ára samning við KR en líklegt er að hún spili ekkert með liðinu fyrr en á næsta ári.

Hin 18 ára gamla Karólína er að jafna sig eftir krossbandaslit á æfingu síðastliðið haust og gengur endurhæfingin vel en þó eru ekki líkur á að hún taki þátt í leikjum KR á komandi tímabili.

Karólína er uppalin í Víking og á að baki 55 meistaraflokksleiki með HK/Víking og skoraði í þeim 13 mörk. Þá hefur hún leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 3 mörk.

„Að fá þennan unga og efnilega leikmann til KR er liður í uppbyggingastarfi félagsins og um leið og við bjóðum Karólinu velkomna í KR væntum við mikils af henni í framtíðinni," segir á heimasíðu KR.
Athugasemdir
banner
banner