Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. júlí 2019 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Brasilía meistari í fyrsta sinn síðan 2007
Brassar fagna lokamarki sínu.
Brassar fagna lokamarki sínu.
Mynd: Getty Images
Brasilía 3 - 1 Perú
1-0 Everton ('15 )
1-1 Paolo Guerrero ('44 , víti)
2-1 Gabriel Jesus ('46 )
3-1 Richarlison ('90 , víti)
Rautt spjald: Gabriel Jesus, Brasilía ('71)

Brasilía er Suður-Ameríkumeistari í níunda sinn og í fyrsta sinn síðan 2007. Brasilía og Perú áttust við í úrslitaleiknum á Maracana-vellinum í Rio de Janeiro í kvöld.

Brasilía komst yfir í leiknum þegar Everton, leikmaður Gremio, eftir góðan undirbúning frá Gabriel Jesus.

Seint í fyrri hálfleiknum fékk Perú vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Thiago Silva. Paolo Guerrero steig á vítapunktinn og hann skoraði fram hjá Alisson. Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að setja boltann fram hjá Alisson á þessu móti.

Staðan var þó ekki 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Brasilía komst aftur yfir áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Gabriel Jesus skoraði og var það Roberto Firmino sem sá um undirbúninginn.

Frábær fyrri hálfleikur að baki. Það dró til tíðinda þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Gabriel Jesus lagði upp, skoraði og hann fékk líka rautt spjald. Hann fékk sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Brasilía með 10 leikmenn síðustu mínúturnar.

Þeim tókst að halda það út og gerðu þeir gott betur en það. Richarlison kom Brasilíu í 3-1 með marki úr vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Lokatölur 3-1 og Brasilía vinnur keppnina á heimavelli. Perú tekur silfur.

Þetta var fyrsti úrslitaleikur Perú í Copa America síðan 1975 þegar liðið vann keppnina í annað sinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner