Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. júlí 2019 13:18
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool vill framlengja við Klopp
Jürgen Klopp er búinn að gera ótrúlega hluti með Liverpool
Jürgen Klopp er búinn að gera ótrúlega hluti með Liverpool
Mynd: Getty Images
Marc Kosicke, umboðsmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool, segir að enska félagið væri til í að framlengja samning hans við félagið en samningur hans rennur út árið 2022.

Kosicke ræddi við þýska blaðið Welt um framtíð Klopp en þar ræddi hann um bæði Liverpool og svo möguleikann á því að taka við þýska landsliðinu.

Þýski stjórinn hefur gert magnaða hluti með Liverpool en hann hefur einu sinni farið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tvö ár í röð farið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þar vann Liverpool lið Tottenham 2-0.

Klopp hefur skapað góða stemningu innan félagsins og er hann ekki á förum þó hann hafi einn daginn áhuga á því að taka við þýska landsliðinu.

„Jürgen sagði einu sinni að ef Joachim Löw vill einn daginn hætta með þýska landsliðið þá væri það alveg möguleiki fyrir hann að taka við liðinu," sagði Kosicke.

„Hann hefur þó ekki hug á að fara áður en samningur hans klárast árið 2022. Liverpool vill meira að segja framlengja við hann og Jürgen fann það sjálfur í fögnuðinum eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni hvað Liverpool væri frábært félag og að hann væri á réttum tíma og stað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner