Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 10. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 4. umferðar - Fædd 2008 og er í annað sinn
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára hefur farið vel af stað með Breiðabliki.
Barbára hefur farið vel af stað með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María er í liðinu.
Sandra María er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jessen úr Þór/KA er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í sumar en Amanda Andradóttir, Jasmín Erla Ingadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eru ótrúlegt en satt ekki í liðinu að þessu sinni eftir að hafa verið í fyrstu þremur úrvalsliðum sumarsins.

Amanda var meidd þegar Valur mætti Keflavík og Jasmín fór snemma meidd af velli. Þá var Vigdís frábær í sigri Breiðabliks gegn Stjörnunnar en rétt missir af sæti í liðinu.



Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var einnig öflug í sigri Þórs/KA gegn Val en það er Breiðablik sem á flesta fulltrúa í liðinu eftir stórsigur gegn nágrönnum sínum í Stjörnunni.

Agla María Albertsdóttir var besti leikmaður vallarins og þá voru félagar hennar í sóknarlínunni - Andrea Rut Bjarnadóttir og Birta Georgsdóttir - einnig mjög góðar. Barbára Sól Gísladóttir hefur þá byrjað frábærlega í búningi Breiðabliks. Nik Chamberlain er þjálfari umferðarinnar.

Elísa Bríet Björnsdóttir, 16 ára gömul, gerði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar Tindastóll vann 3-0 sigur á Fylki í gær en hún er í liði umferðarinnar í annað sinn í sumar. Hún er gríðarlega efnilegur leikmaður. Laufey Harpa Halldórsdóttir, bakvörður Tindastóls, er einnig í liðinu í annað sinn.

Arna Eiríksdóttir stóð vaktina vel í vörn FH þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Þrótti og hélt Aldís Guðlaugsdóttir hreinu í markinu.

Þá var Katie Cousins best í endurkomusigri Vals gegn Keflavík.



Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner