Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. september 2021 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri ákjósanlegt að hafa 18 reyndari og sjö óreyndari
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið af ungum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum þessa stundina þar sem lykilmenn síðustu ára forfölluðust af ýmsum ástæðum.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að það sé ekki mikið jafnvægi í hópnum.

„Ef ég og Eiður mættum velja - og við erum að tala um uppbyggingu - þá erum við að tala um 18 reyndari leikmenn plús sjö yngri leikmenn í hópi hjá A-landsliði karla. Með það að fá það jafnvægi - 18+7, þar í kring - þá gætum við verið að tala um að við séum í eðlilegri uppbyggingu," sagði Arnar.

„Ég setti niður á blað í morgun að ef ég hefði getað valið mitt draumalið í mars, þá eru sjö, átta leikmenn sem voru nálægt byrjunarliðinu í mars sem eru ekki hérna. Svo er það ekkert leyndarmál að Kári er 38 ára, Hannes er 37 ára, og Birkir Már er 36 ára. Ef þú telur allt þetta, þá er jafnvægið ekki í hópnum. Við gerum okkur grein fyrir því að það gerir þetta aðeins erfiðara."

„Þetta er svo hátt gæðastig og það er mikilvægt að spila þessa leiki til að læra inn á gæðastigið. Þú hoppar ekki bara inn í A-landsliðið og ert besti leikmaður liðsins nema að þú sért 'supertalent'. Við höfum ekki átt marga leikmenn með 'supertalent' í gegnum tíðina."
Athugasemdir
banner
banner
banner