Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. september 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Van de Beek er ekki það góður"
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: EPA
Hollenska goðsögnin Marco van Basten er ekki hrifinn af miðjumanninum Donny van de Beek.

Hollenski miðjumaðurinn hefur ekki fundið pláss í liðinu hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, og vildi fara til Everton í sumar en honum var ekki leyft að yfirgefa Rauðu djöflana.

Hann gekk í raðir Man Utd frá Ajax fyrir síðasta tímabil en hefur ekki fengið að spila mikið.

„Van de Beek er ekki það góður. Það er mun auðveldara að vera tía hjá Ajax en í Englandi og á Spáni," sagði Van Basten við Voetbal Zone.

Van de Beek hefur ekki enn komið við sögu í keppnisleik á tímabilinu en Van Basten telur að það hafi ekki verið sniðugt skref hjá leikmanninum að fara til Man Utd frá Ajax.
Athugasemdir
banner