Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Böðvar spilaði í tapleik - Birkir Valur á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar er Jagiellonia tapaði fyrir Cracovia í efstu deild pólska boltans í dag.

Leikurinn var í járnum eftir jöfnunarmark Imaz undir lok fyrri hálfleiks en Jagiellonia tók völdin í síðari hálfleik. Þrátt fyrir yfirburði komu gestirnir knettinum ekki í netið og refsuðu heimamenn í Kraká með tveimur mörkum á lokakaflanum.

Þetta var þriðji tapleikur Jagiellonia í röð og er liðið með 11 stig eftir 9 umferðir.

Cracovia 3 - 1 Jagiellonia
1-0 T.Vestenicky ('25)
1-1 J. Imaz ('39)
2-1 F. Loshaj ('87)
3-1 Thiago ('91)

Birkir Valur Jónsson var þá ónotaður varamaður er Spartak Trnava lagði Ruzomberok í slóvakísku deildinni.

Sigurinn er mikilvægur fyrir Trnava sem er komið með 19 stig eftir 13 umferðir.

Birkir Valur hefur verið í kringum byrjunarliðið að undanförnu en hann er í samkeppni við tvo leikmenn um hægri bakvarðarstöðuna.

Ruzomberok 0 - 1 Spartak Trnava
0-1 B. Yusuf ('63)
Athugasemdir
banner
banner
banner