Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Sheffield United: Kovacic inn fyrir Havertz
Kovacic byrjar hjá Chelsea.
Kovacic byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Þriðji leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni verður flautaður á klukkan 17:30.

Chelsea tekur á móti Sheffield United á Stamford Bridge. Chelsea er í sjöunda sæti með 12 stig og er Sheffield United, spútnikliðið frá því í fyrra, með aðeins eitt stig. Liðið er enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Chelsea vann 3-0 útisigur á Burnley í síðasta deildarleik sínum. Frá þeim leik gerir Frank Lampard eina breytingu á byrjunarliði Chelsea. Kai Havertz er með kórónuveiruna og byrjar Mateo Kovacic í hans stað.

John Lundstram og Oliver Norwood koma inn á miðjuna fyrir Sheffield United frá síðasta leik, sem var 1-0 tap gegn Manchester City.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, James, Thiago Silva, Zouma, Chilwell, Kante, Kovacic, Mount, Ziyech, Werner, Abraham.
(Varamenn: Caballero, Rudiger, Jorginho, Giroud, Hudson-Odoi, Azpilicueta, Emerson)

Byrjunarlið Sheffield United: Ramsdale, Baldock, Basham, Egan, Stevens, Lowe, Berge, Norwood, Lundstram, McGoldrick, Brewster.
(Varamenn: Verrips, McBurnie, Sharp, Burke, Jagielka, Robinson, Osborn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner