Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. nóvember 2020 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City skoraði átta gegn Bristol
Mynd: Getty Images
Sjötta umferð enska ofurdeildartímabilsins fór af stað með tveimur leikjum í dag. Tottenham gerði jafntefli við Reading og Manchester City niðurlægði Bristol City.

Man City hefur farið hægt af stað í haust en í dag skoraði liðið átta mörk gegn botnliði Bristol, sem er án stiga eftir fimm umferðir.

Leikmenn City skiptu mörkunum systurlega á milli sín í stórsigrinum. Ellen White var sú eina sem skoraði tvennu.

City er komið með ellefu stig eftir sex umferðir.

Tottenham náði í sitt annað stig á tímabilinu er Reading kíkti í heimsókn. Reading er með átta stig eftir sex umferðir.

Man City 8 - 1 Bristol City
1-0 S. Baggaley ('9, sjálfsmark)
1-1 E. Salmon ('11)
2-1 L. Coombs ('39)
3-1 K. Walsh ('42)
4-1 L. Bronze ('43)
5-1 G. Stanway ('48)
6-1 E. White ('58)
7-1 J. Beckie ('81)
8-1 E. White ('85)

Tottenham 1 - 1 Reading
0-1 B. Chaplen ('13)
1-1 A. Neville ('25)
Athugasemdir
banner