Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 08. janúar 2023 12:40
Aksentije Milisic
Lautaro Martínez: VAR eyðileggur allt
Mynd: EPA

Það er óhætt að segja að Lautaro Martínez, framherji Inter og argentínska landsliðsins, sé ekki sáttur með notkun á VAR myndbandsdómgæslunni í boltanum.


Inter gerði 2-2 jafntefli gegn Monza í gær en Inter átti að komast í 3-1 forystu þegar dómari leiksins gerði risa stór mistök. Hann flautaði brot áður en Francesco Acerbi kom boltanum í netið og því gat VAR ekki dæmt markið löglegt.

Í ljós kom að það var ekkert brot til staðar heldur flæktust tveir leikmenn Monza saman. Þar sem dómarinn var búinn að flauta áður en boltinn fór í netið var ekkert hægt að gera.

Þrátt fyrir það hraunaði Lautaro yfir VAR eftir leik.

„Þetta skipti öllu máli, þetta breytti leiknum. Eins og þjálfarinn sagði við okkur í klefanum eftir leik, eftir fjögur til fimm ár af notkun á VAR og þeir ná enn ekki að dæma rétt, þá er eitthvað ekki í lagi,” sagði Lautaro.

„Ég persónulega er ekki stuðningsmaður VAR, ég var það ekki í byrjun og er það ekki enn. Þetta er nýtt í fótboltanum og við aðlöguðumst því. Það þarf að nota þetta rétt annars eyðileggur þetta allt. Ekki bara útaf leiknum í dag, þetta er bara ekki gott fyrir fótboltann yfir höfuð.”

Tvö töpuð stig hjá Inter gær sem er mjög svekkjandi í ljósi þess að liðið vann topplið Napoli í miðri viku.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner