Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. mars 2017 22:47
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback um Suarez: Sorglegt fyrir fótboltann
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi, þjálfari Norðmanna var sérfræðingur hjá sænsku sjónvarpsstöðinni Viasat í kringum leik Barcelona og PSG í kvöld.

Lars lét Luis Suarez heyra það en hann fiskaði vítaspyrnu sem fimmta mark Barcelona kom úr í ótrúlegum 6-1 sigri liðsins. Suarez féll auðveldlega til jarðar en hann hafði fyrr í leiknum fengið gult spjald fyrir leikaraskap.

„Það er vitleysa að tveir hörkuleikir ráðist á þennan hátt. Ég tel að þetta sé sorglegt fyrir fótboltann. Það er svo ófaglegt hjá leikmönnum að haga sér á þennan hátt," sagði Lars grimmur.

„Þegar svona atvik koma upp þá tel ég að það eigi að refsa leikmönnum eftir á. Ég held að það geti hreinsað aðeins til í þessu," sagði Lars.

Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason er klárlega sammála Lars eins og sést á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner