Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 08. júní 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja Liverpool hafa boðið tæpar 26 milljónir í Pellegrini
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðillinn Corriere dello Sport segir frá því í dag að samkvæmt sínum heimildum hafi Liverpool boðið 25,8 milljónir punda í Lorenzo Pellegrini sem er miðjumaður Roma.

Pellegrini er sagður vera með riftunarákvæði í samningi sínum sem segir að honum sé frjálst að fara ef félag kemur með 25,8 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Pellegrini, sem er í ítalska landsliðshópnum sem fer á EM, gæti því komið í stað Gini Wijnaldum sem er að ganga í raðir PSG á frjálsri sölu.

Samningur Pellegrini er að renna út næsta sumar. Ef Liverpool kaupir miðjumanninn þá verða það þriðju kaup Liverpool frá Roma á ekki svo löngum tíma. Áður hafði félagið keypt Mo Salah og Alisson Becker frá ítalska félaginu.

Pellegrini skoraði ellefu mörk og lagði upp níu í öllum keppnum á liðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner