Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. júlí 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítinn leikur framundan fyrir Thierry Henry
Thierry Henry og Roberto Martinez fara yfir stöðuna.
Thierry Henry og Roberto Martinez fara yfir stöðuna.
Mynd: Getty Images
Belgía og Frakkland munu eigast við í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Það er leikur sem kemur til með að vera frekar skrítinn fyrir Thierry Henry, einn besta franska fótboltamann sögunnar. Henry er nefnilega einn af aðstoðarmönnum Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu.

Henry var magnaður sóknarmaður og það er gott fyrir belgísku sóknarmennina að geta leitað til hans. Olivier Giroud, framherji franska liðsins, neitar því ekki að hann væri til í að leita til Henry, sem er markahæstur í sögu franska landsliðsins.

„Ég hefði frekar verið til í að hafa hann með okkur og ég hefði ekkert á móti því að hann til að gefa mér ráð," sagði Giroud sem skorað hefur 31 landsliðsmark í 79 leikjum.

„Ég er ekki afbrýðisamur. Það er gagnkvæm virðing, ég hef ekkert á móti honum. Mitt starf er að vera góður á vellinum, að hjálpa liðinu en ég yrði stoltur af því að sýna honum að hann valdi rangt lið."

Leikur Frakklands og Belgíu er á þriðjudag klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner