Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 08. júlí 2018 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Elías Már lagði upp í tapi á heimavelli
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði IFK Göteborg þegar Kalmar kom í heimsókn til Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kalmar náði forystunni strax á 10 mínútu leiksins og leiddi 1-0 í leikhléinu. Um miðjan seinni hálfleikinn bættu gestirnir við tveimur mörkum og gengu frá leiknum.

Göteborg minnkaði muninn á 73. mínútu þegar Amin Affane skoraði eftir undirbúning frá Elíasi.

Lokatölur voru 3-1 fyrir Kalmar. Elías Már spilaði 75 mínútur.

Göteborg er í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir 12 leiki. Elías Már er búinn að koma við sögu í átta leikjum og hefur skorað fjögur mörk í deildinni.

Anna og Rakel spiluðu í tapi
Í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð tapaði Íslendingalið Limhamn Bunkeflo 07 fyrir Piteå. Lokatölur þar voru 2-1, en Piteå er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.

Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir LB 07.

LB 07 er í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, en í deildinni eru 12 lið.
Athugasemdir
banner
banner