Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   mán 08. júlí 2019 21:40
Egill Sigfússon
Arnar Gunnlaugs: Ef þú vilt tapa fótboltaleik þá vil ég tapa svona
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann 1-0 sigur á Víkingi á Kaplakrikavelli í 12.umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var ánægður með spilamennsku síns liðs og sagði að liðið hefði spilað virkilega vel þrátt fyrir tapið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Víkingur R.

„Ég er stoltur af strákunum, þetta var mjög flottur leikur hjá okkur og ef þú vilt tapa fótboltaleikjum þá vil ég tapa þeim svona. Við vorum bara virkilega góðir, fengum flott færi en náum því miður ekki að nýta þau, við vorum beittir, við vorum fit, mér fannst við geta klárað annan leik eftir þennan leik. Að tapa svona leik er ekki tilefni til að breyta einum einasta hlut, það var bara gæðamark sem skildi liðin að."

Kári Árnason spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking eftir að hafa verið í atvinnumennsku síðastliðin 15 ár og Arnar var mjög ánægður með innkomu hans í hópinn.

„Það er frábært að fá Kára inn, þetta er skemmtileg blanda. Það var reynslumikil vörn og svo leikskólinn þarna á miðjunni og frammi. Það er frábært fyrir þessa ungu stráka að læra af Kára á æfingum og í leik. Fólk sér Kára í landsliðinu þar sem hann er mikið að verjast en Kári er bara frábær fótboltamaður sem mun nýtast okkur vel."

Arnar á ekki von á að styrkja hópinn frekar og útilokar að fá Helga Guðjónsson leikmann Fram sem hefur verið ítrekað orðaður við Víking.

„Hópurinn er ekkert rosalega breiður en það eru gæði í honum, menn koma inn og passa strax inn í leikstíl liðsins. Helgi er bara í fínum málum hjá Fram og Fram í fínum málum með hann. Ég á ekki von á að styrkja hópinn frekar, ég er ánægður með hópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner