Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 08. júlí 2021 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Olise fyrstu kaup Patrick Vieira hjá Palace (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira tók við Crystal Palace um helgina og er félagið strax búið að festa kaup á fyrsta nýliða sínum í sumar. Það er framherjinn knái Michael Olise, sem leikur yfirleitt úti á kanti en getur einnig spilað í holunni fyrir aftan fremsta mann.

Olise er 19 ára gamall Frakki sem gengur í raðir Palace frá Championship liði Reading. Palace er talið borga 8 milljónir punda fyrir.

Olise var kosinn sem besti ungi leikmaður síðustu leiktíðar í Championship deildinni þar sem hann skoraði 7 mörk í 46 leikjum.

„Þetta er frábært félag. Ég er mjög spenntur að vera hér," sagði Olise, sem á tvo leiki að baki fyrir U18 landslið Frakka.

Olise ólst upp hjá Chelsea og Manchester City áður en hann var fenginn til Reading aðeins 14 ára gamall.

Olise fær treyju númer 7 hjá Crystal Palace sem hann tekur af hinum samningslausa Max Meyer.
Athugasemdir
banner
banner