Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. október 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur: Eigum að setja markmið að vinna alla heimaleiki
Icelandair
Jón Dagur í leiknum í kvöld.
Jón Dagur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við komum inn í leikinn til að vinna hann og okkur tókst það ekki. Við erum svekktir," sagði Jón Dagur Þorsteinsson við RÚV eftir jafntefli gegn Armeníu í undankeppni HM í kvöld.

„Mér fannst við fá tækifæri til að ná allavega tveimur mörkum. Við hefðum mátt skapa meira í endann þegar það var komið stress í þá," sagði kantmaðurinn.

Jón Dagur átti öflugan leik. Var hann svekktur að vera tekinn út af?

„Ég var búinn að hlaupa mikið og það var kannski bara fín ákvörðun að fá ferskar fætur inn. Ég var orðinn þreyttur. Það var ekkert svekkelsi. Þetta var fínn leikur hjá mér."

„Þetta er mjög skemmtilegur hópur. Þetta er frekar nýtt lið og mér finnst við vera að taka rétt skref. Auðvitað eru hlutir sem við getum gert betur. Vonandi fara úrslitin að detta með okkur. Við eigum að setja markmið að vinna alla heimaleiki."

Ísland mætir Liechtenstein í næstu viku. Það er skyldusigur.
Athugasemdir
banner
banner