Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að sjá góða þróun á Amöndu
Icelandair
Amanda í sínum fyrsta landsleik.
Amanda í sínum fyrsta landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda Andradóttir er í landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Tékklandi og Kýpur. Amanda er sautján ára og spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hún kom inn á gegn Hollandi í september.

Amanda er leikmaður Vålerenga í Noregi. Hún á norska móður en faðir hennar er Andri Sigþórsson.

Sjá einnig:
Amanda spilaði fyrsta A-landsleikinn en gæti enn spilað fyrir Noreg

Þorsteinn Halldórsson var spurður út í Amöndu á fréttamannafundi í gær. Ertu ánægður með það sem hún náði að sýna í síðasta glugga?

„Já, ég var sáttur við hana. Ég vonast til að við sjáum góða þróun á henni eins og verið hefur síðustu tólf mánuði," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner