Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. janúar 2020 16:05
Elvar Geir Magnússon
Fiorentina að klófesta Cutrone
Cutrone í landsleik.
Cutrone í landsleik.
Mynd: Getty Images
Sky Sport Italia greinir frá því að Fiorentina sé að ganga frá lánssamningi við Patrick Cutrone út næsta tímabil. Klásúla er um kaup að loknum lánssamningnum.

Hlutirnir eru fljótir að breytast í boltanum en í gær virtust viðræður ítalska félagsins við Wolves hafa siglt í strand.


Þessi 22 ára sóknarmaður ræddi við Nuno Espirito Santo, stjóra Wolves, um framtíð sína á föstudaginn.

Ítalski sóknarmaðurinn tilkynnti þar stjóra sínum að hann vildi snúa aftur til Ítalíu.

Úlfarnir keyptu Cutrone frá AC Milan í júní síðastliðnum en hann hefur skorað þrjú mörk og átt fjórar stoðsendingar í 24 leikjum fyrir Wolves á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner