Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. maí 2022 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Stjarnan auðveld bráð fyrir Blika
Hin ástralska Melina Ayres skoraði tvö af þremur mörkum Blika í kvöld.
Hin ástralska Melina Ayres skoraði tvö af þremur mörkum Blika í kvöld.
Mynd: Knattspyrnudeild Breiðabliks

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
1-0 Melina Ayres ('41)
2-0 Birta Georgsdóttir ('51)
3-0 Melina Ayres ('63, víti)


Breiðablik er búið að jafna Val, Keflavík og Þór/KA að stigum í 2-5. sæti Bestu deildarinnar eftir þægilegan sigur gegn Stjörnunni.

Blikar fengu Stjörnuna í heimsókn og voru við stjórn frá fyrstu mínútu. 

Melina Ayres skoraði fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks eftir laglega stoðsendingu með hælnum frá Hildi Antonsdóttur og var staðan 1-0 í leikhlé.

Birta Georgsdóttir tvöfaldaði forystuna með frábæru einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Hún fékk boltann úr innkasti og lék á nokkra varnarmenn Stjörnunnar áður en hún skoraði með laglegu skoti í fjærhornið.

Rúmlega tíu mínútum síðar fékk Hildur dæmda vítaspyrnu þegar skot hennar fór í hendi á varnarmanni. Melina steig á vítapunktinn og gulltryggði sigur Blika.

Breiðablik er með sex stig eftir þrjár umferðir. Stjarnan er með fjögur stig.

Sjáðu textalýsinguna


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner