Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. maí 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Dortmund gefur Haaland leyfi til að „sinna persónulegum málum"
Erling Haaland, sóknarmaður Dortmund.
Erling Haaland, sóknarmaður Dortmund.
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur staðfest að Erling Haaland hafi fengið leyfi til að sinna persónulegum málum.

Það vita allir um hvað er rætt en fjölmiðlar, bæði enskir og þýskir, hafa sagt að kaup Manchester City á norska sóknarmanninum verði tilkynnt í þessari viku.

SPORT1 segir að Haaland vilji að mál sín séu orðin opinber svo hann geti kvatt stuðningsmenn Dortmund í heimaleik gegn Hertha Berlín á laugardaginn.

Haaland er einn mesti markaskorari heimsfótboltans og hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum fyrir Dortmund á þeim tveimur og hálfu ári sem hann hefur verið hjá félaginu.

Hann mun eiga fyrir salti ofan í grautinn hjá Manchester City en talað er um að hann verði launahæsti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner