Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 09. maí 2022 10:19
Elvar Geir Magnússon
Haaland verður launahæstur á Englandi
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar segja að tilkynnt verði síðar í vikunni um 63 milljóna punda kaup Manchester City á norska sóknarmanninum Erling Haaland frá Borussia Ddortmund.

Daily Mail segir að Haaland verði launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og fái yfir 500 þúsund pund í vikulaun. Hann muni skrifa undir fimm ára samning.

Viðræður milli City og Dortmund eru sagðar hafa gengið vel og City mun virkja riftunarákvæði í samningi hins 21 árs gamla Haaland.

Haaland er einn mesti markaskorari heimsfótboltans og hefur skorað 85 mörk í 88 leikjum fyrir Dortmund á þeim tveimur og hálfu ári sem hann hefur verið hjá félaginu.

Hann hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við Real Madrid, Barcelona, Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester United en ákvað að velja ríkjandi Englandsmeistara.

Faðir hans, Alf-Inge Haaland, spilaði á sínum tíma með Manchester City í þrjú ár.

Pep Guardiola, stjóri City, hefur í nokkurn tíma verið að reyna að fá markaskorara í sitt lið. Félaginu mistókst að landa Harry Kane frá Tottenham í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner