Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. maí 2022 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Luton og Huddersfield langódýrustu liðin í umspilinu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það voru ekki margir sem spáðu því fyrir tímabilið að Luton Town kæmist í umspil um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Sú er hins vegar raunin og á Luton tvo leiki við Huddersfield sitthvoru megin við næstu helgi. Takist Luton að sigra þar mætir liðið annað hvort Nottingham Forest eða Sheffield United í úrslitaleik um sæti í ríkustu deild heims.

Þetta er magnað afrek hjá Luton í ljósi smæðar félagsins og sérstaklega í ljósi þess hversu lágum upphæðum það hefur eytt í leikmenn miðað við keppinauta sína.

Sky Sports tók saman kostnað leikmannahópa þeirra sex liða sem komust í umspil Championship deildarinnar eða beint upp í úrvalsdeildina og var niðurstaðan mögnuð.

Leikmannahópur Luton kostaði aðeins 1,5 milljón punda enda er saga félagsins vægast sagt ótrúleg, þar sem það var í utandeildinni fyrir svo lítið sem átta árum síðan.

Leikmannahópur Huddersfield er svipað ódýr enda er félagið búið að losa sig við alla leikmenn sem voru keyptir frá tímum þess í ensku úrvalsdeildinni. Huddersfield bjó til leikmannahóp með leikmönnum sem komu á frjálsri sölu og úr unglingaliðinu og hefur sá hópur gert magnaða hluti í ljósi aðstæðna.

Hópurinn hjá Nottingham Forest kostaði 36 milljónir punda en það er aðra sögu að segja af nýlega föllnu úrvalsdeildarfélögunum. Þar er Sheffield United með ódýrasta hópinn sem kostaði 101 milljón punda.

Hópurinn hjá Bournemouth kostaði 125 milljónir og hópurinn hjá Fulham 158, en þessi félög fara beint upp í úrvalsdeildina.


Athugasemdir
banner