Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 09. júní 2022 09:10
Elvar Geir Magnússon
Rætt um Lukaku og Nunez - Richarlison vill fara
Powerade
Lukaku í belgísku landsliðstreyjunni.
Lukaku í belgísku landsliðstreyjunni.
Mynd: Getty Images
Richarlison vill yfirgefa Everton.
Richarlison vill yfirgefa Everton.
Mynd: EPA
Wesley Fofana.
Wesley Fofana.
Mynd: Getty Images
Lukaku, Nunez, Richarlison, Fofana, Lingard, Bale, Jesus og fleiri í slúðurpakkanum á þessum afskaplega fallega fimmtudegi. BBC tók saman.

Chelsea hefur sagt belgíska sóknarmanninum Romelu Lukaku (29) að hann geti snúið aftur til Inter á láni ef fjárhagslegar forsendur eru réttar fyrir enska félagið. (Guardian)

Inter er ekki bjartsýnt á að ná samkomulagi við Chelsea út af þeim kröfum sem Lundúnafélagið er með. (Mail)

Darwin Nunez (22), sóknarmaður Benfica, er efins um að það væri rétt skref að fara til Manchester United því liðið er ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. (Mirror)

Liverpool er á undan United í baráttunni um Nunez. (Star)

Nunez hefur sagt Jurgen Klopp að hann vilji fara á Anfield. (Sun)

Brasilíski framherjinn Richarlison (25) hefur sagt Everton að hann vilji yfirgefa félagið. Sjálfur vonast hann til að geta farið til Chelsea, PSG eða Real Madrid. (Mirror)

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane er bjartsýnn varðandi framtíð sína hjá Tottenham undir stjórn Antonio Conte og gæti hugsað sér að klára ferilinn hjá félaginu. (Mail)

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus (25) hjá Manchester City hefur verið boðinn til Tottenham. Hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Times)

City mun setja sig í samband við Leeds United um möguleg kaup á miðjumanninum Kalvin Phillips (26). (Sun)

West Ham mun hlusta á tilboð í alsírska vængmanninn Said Benrahma (26) í sumar. (Mail)

Louis van Gaal hefur ráðlagt Jurrien Timber (20), varnarmanni Ajax, gegn því að fara til Manchester United í sumar. (TalkSport)

Manchester United hefur hafnað tilraunum Tottenham til að fá enska sóknarmanninn Marcus Rashford (24) frá Manchester United. (Times)

Áhugi Juventus á að fá Jesse Lingard (29) hefur kólnað. Lingard verður fáanlegur á frjálsri sölu en samningur hans við Manchester United er að renna út. (Goal)

Ibrahim Sangare (24), miðjumaður PSV Eindhoven, hefur áhuga á því að fara í ensku úrvalsdeildina. Liverpool, Chelsea, Manchester United og Newcastle eru með augu á Fílabeinsstrendingnum. (Sky Sports)

Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Wesley Fofana (21), franska miðverðinum hjá Leicester. (RMC Sport)

Inter mun halda í ítalska varnarmanninn Alessandro Bastoni (23) sem Manchester United og Tottenham hafa sýnt áhuga. (Mirror)

Southampton reynir að fá írska markvörðinn Gavin Bazunu (20) frá Manchester City. (Mail)

Arsenal hefur tækifæri til að kaupa svissneska varnarmanninn Manuel Akanji (26) frá Borussia Dortmund. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner