Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 09. júní 2022 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah og Kerr valin best - Ronaldo og Mane í liði ársins en ekki Son
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Sam Kerr.
Sam Kerr.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, leikmaður Chelsea, voru valin leikmenn ársins 2021/22 af leikmannasamtökunum í Englandi.

Frá þessu var greint í kvöld.

Bæði voru þau markahæst; Salah í úrvalsdeild karla og Kerr í úrvalsdeild kvenna.

Þetta er í annað sinn sem Salah vinnur verðlaunin, en Kerr er að vinna þau í fyrsta sinn.

Hinn 22 ára gamli Phil Foden, leikmaður Manchester City, var valinn besti ungi leikmaðurinn og er það annað árið í röð sem hann fær þau verðlaun frá kollegum sínum.

Lauren Hemp, einnig leikmaður Man City, var valin besti ungi leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna en það er fjórða sinn í röð sem hún vinnur þau verðlaun, í fjórða sinn! Hemp er 21 árs gömul og er í enska landsliðinu, mjög spennandi leikmaður þar á ferðinni.

Lið ársins
Þá vekur athygli að Liverpool á fleiri fulltrúa í liði ársins í úrvalsdeild karla en Englandsmeistarar Man City; Liverpool á sex fulltrúa og City á þrjá.

Cristiano Ronaldo og Sadio Mane komast í liðið fram yfir Son Heung-min, sem var markahæstur í deildinni ásamt Salah.

Hér að neðan má sjá lið ársins í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna, valin af leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner