Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 09. nóvember 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Risa úrvalsdeildarslagur í deildabikarnum
Fimm úrvalsdeildarviðureignir
Raheem Sterling mætir sínum gömlu félögum
Raheem Sterling mætir sínum gömlu félögum
Mynd: EPA

Enski deildabikarinn heldur áfram í kvöld en sjö lið tryggðu sér sæti í næstu umferð í gær.


Gillingham kom á óvart og lagði Brentford eftir vítaspyrnukeppni og þá valtaði Bournemouth yfir Everton.

Í kvöld mæta þrettán úrvalsdeildarfélög til leiks. Stærsti leikur umferðarinnar er án efa leikur Manchester City og Chelsea.

City er á góðu skriði í deildinni en Chelsea hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum en það er ekki spurt af því þegar kemur að bikarnum.

Þá eru fimm viðureignir þar sem úrvalsdeildarfélög mætast. Arsenal fær Brighton í heimsókn, Newcastle mætir Crystal Palace, Nottingham og Tottenham eigast við. Síðast en alls ekki síst mætast Wolves og Leeds.

Liverpool fær Derby í heimsókn.

ENGLAND: League Cup
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Newcastle - Crystal Palace
19:45 Nott. Forest - Tottenham
19:45 Southampton - Sheff Wed
19:45 West Ham - Blackburn
19:45 Wolves - Leeds
20:00 Liverpool - Derby County
20:00 Man City - Chelsea


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner