Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 09. nóvember 2022 18:46
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Ellefti sigur Panathinaikos - Viðar Örn skoraði í sigri
Viðar Örn skoraði fimmta mark sitt fyrir Atromitos
Viðar Örn skoraði fimmta mark sitt fyrir Atromitos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon og hans menn í Panathinaikos unnu ellefta sigur sinn í grísku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið lagði Panetolikos, 1-0, í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði þá í 2-0 sigri Atromitos á Asteras Tripolis.

Panathinaikos er á miklu flugi í grísku deildinni og hefur ekki enn tapað leik.

Liðið gerði 1-1 jafntefli í grannaslagnum við Olympiakos um helgina en það var í fyrsta sinn sem liðið tapaði stigum á tímabilinu. Hörður spilaði allan leikinn í vörn liðsins í dag er liðið vann Panetolikos og er liðið nú með 34 stig á toppnum.

Viðar Örn var þá á skotskónum í 2-0 sigri Atromitos á Asteras Tripolis í dag.

Atromitos náði forystu á 9. mínútu áður en Viðar tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar. Þetta var fimmta mark hans á tímabilinu fyrir Atromitos.

Viðar fór af velli á 68. mínútu og þá kom Samúel Kári Friðjónsson inná þegar þrettán mínútur voru eftir. Atromitos er í 7. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner