Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. desember 2018 13:40
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Sex mörk og tvö rauð á hálftíma
Kevin Mirallas skoraði jöfnunarmark Fiorentina.
Kevin Mirallas skoraði jöfnunarmark Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Sassuolo 3 - 3 Fiorentina
1-0 Alfred Duncan ('62 )
2-0 Khouma Babacar ('67 )
2-1 Giovanni Simeone ('70 )
3-1 Stefano Sensi ('80 )
3-2 Marco Benassi ('89 )
3-3 Kevin Mirallas (90' )
Rautt spjald: Filip Djuricic, Sassuolo ('88)Nikola Milenkovic, Fiorentina ('90)

Einum fjörugasta leik tímabilsins í ítölsku úrvalsdeildinni lauk nú rétt í þessu þegar Sassuolo og Fiorentina mættust.

Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik hófst fjörið fyrir alvöru eftir rúmlega klukktíma leik þegar Alfred Duncan kom Sassuolo yfir. Khouma Babacar tvöfaldaði forystu heimamanna stuttu síðar.

Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone þjálfara Atletico Madrid minnkaði muninn á 70. mínútu.

Stefano Sensi kom Sassuolo í 3-1 á 80. mínútu og þá héldu væntanlega flestir að þrjú stig væru komin í hús, svo var ekki. Marco Bennasi minnkaði muninn á 89. mínútu. Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.

Filip Djuricic leikmaður Sassuolo og Nikola Milenkovi leikmaður Fiorentina fengu báðir að líta sitt síðara gula spjald undir lok leiks og bæði lið enduðu því með tíu leikmenn á vellinum.

Það var ekki fyrr en á 96. mínútu sem að Kevin Mirallas náði að jafna fyrir Fiorentina þegar hann fékk stungusendingu í gegn frá Germán Pezzella. Lokatölur 3-3 í mögnuðum leik.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner