Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 10. janúar 2023 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brookelynn Entz í HK (Staðfest)
Orðin leikmaður HK.
Orðin leikmaður HK.
Mynd: HK
HK hefur samið við hina 24 ára gömlu Brookelynn Entz um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.

Vart þarf að fjölyrða um hversu gífurlega mikill liðsstyrkur þetta er fyrir HK en miðjumaðurinn kemur til liðsins frá Íslands- og bikarmeisturum Vals.

Hjá Val náði Brookelynn ekki að festa sig almennilega í sessi í byrjunarliðinu en tók þó þátt í 14 leikjum á liðnu tímabili og skoraði eitt mark.

Brookelynn, sem er bandarísk og kemur úr sterku háskólaliði Kansas State, er væntanleg til landsins seinni part febrúarmánaðar og mun því fá nægan tíma til að kynnast nýjum liðsfélögum fyrir keppnistímabilið.

Fyrr í vetur fékk HK Telmu Steindórsdóttur í sínar raðir frá KR. Á liðnu tímabili endaði HK í 4. sæti Lengjudeildarinnar, sjö stigum á eftir Tindastóli sem fylgdi FH upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner