Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. febrúar 2019 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri tók ekki eftir Pep - Vonast eftir símtali frá Abramovich
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri var ekki lengi að koma sér af vellinum eftir 6-0 tap Chelsea gegn Manchester City á Etihad leikvanginum fyrr í dag.

Pep Guardiola reyndi að taka í höndina á Sarri eftir leikinn en ítalski stjórinn strunsaði framhjá honum. Þetta var stærsta tap Chelsea í efstu deild á Englandi síðan 1991.

„Ég sá hann einfaldlega ekki á þessari stundu, ég var að flýta mér inn í klefa. Ég tók í höndina á honum eftir það, eins og ég geri alltaf," útskýrði Sarri í viðtali við Sky Sport Italia.

Það er orðið heitt undir Sarri eftir slæm töp síðustu vikur og var hann spurður hvort hann búist við símtali frá Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

„Ég verð ánægður ef ég fæ símtal frá forsetanum, ég heyri alltof sjaldan í honum! Ef ég á að vera heiðarlegur þá veit ég ekkert við hverju ég má búast."
Athugasemdir
banner
banner