Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 10. mars 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Werder Bremen nýtti færin sín vel
Mynd: Getty Images
Arminia Bielefeld 0 - 2 Werder
0-1 Amos Pieper ('47 , sjálfsmark)
0-2 Kevin Mohwald ('75 )
Rautt spjald: Nathan De Medina, Arminia Bielefeld ('71)

Það fór fram einn leikur í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Arminia Bielefeld tók á móti Werder Bremen.

Arminia Bielefeld voru mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en það var ekkert skorað.

Í byrjun seinni hálfleiks tókst gestunum hins vegar að skora. Amos Pieper skoraði þá sjálfsmark. Á 71. mínútu dró svo til tíðinda er Nathan De Medina, leikmaður Bielefeld, fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu.

Kevin Mohwald kom Bremen í 0-2 stuttu síðar og þar við sat. Bielefeld voru heilt yfir mikið sterkari aðilinn í leiknum og þeir naga sig eflaust í handarbökin að fá ekkert út úr þessum leik.

Werder Bremen er í 12. sæti og Bielefeld er í 16. sæti. Liðið sem endar í 16. sæti fer í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en það er nóg eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner