Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. apríl 2019 16:01
Elvar Geir Magnússon
Fáum við að sjá Kassim Doumbia aftur í íslenska boltanum?
Kassim Doumbia.
Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Kassim Doumbia var nálægt því að ganga í raðir Keflavíkur í fyrra. Þetta sagði Guðlaugur Baldursson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fimleikafélagsins.

„Kassim var tilbúinn að koma til okkar en á endanum gekk það ekki upp," sagði Guðlaugur sem var þjálfari Keflavíkur í fyrra en er nú orðinn aðstoðarþjálfari FH.

Keflavík hafði ekki fjármagn til að styrkja sig og lenti í langneðsta sæti Pepsi-deildarinnar. Guðlaugur hætti um mitt mót.

Kassim, sem er 28 ára, varð Íslandsmeistari með FH 2015 og 2016 en gekk í raðir NK Maribor í Slóveníu í janúar 2018.

Hann var aðeins eitt ár hjá Maribor en samningi hans var rift í janúar á þessu ári.

Slóvenskir fjölmiðlar sögðu að leikmaðurinn hefði ekki náð að aðlagast og beðið sjálfur um að fá sig lausan. Hann er nú án félags.

Spurning er hvort möguleiki sé á því að þessi litríki leikmaður snúi aftur í íslenska boltann?

Hér má hlusta á viðtalið við Guðlaug.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner