Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale gat bara hlegið er hann var spurður út í Getafe
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: EPA
Það er ekki vitað hvar Gareth Bale mun spila á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgjast með því hvar hann endar.

Bale, sem er magnaður fótboltamaður, hjálpaði Wales að tryggja sig inn á HM í fyrsta sinn í 64 ár er þeir lögðu Úkraínu að velli í umspilinu um síðustu helgi. Hann er því á leið á HM í fyrsta sinn næsta vetur er mótið fer fram í Katar.

Bale þarf að finna sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið herbúðir Real Madrid, þar sem hann vann Meistaradeildina fimm sinnum.

Hann var óvænt orðaður við annað spænskt félag, Getafe, í vikunni. Bale var spurður út í þann orðróm á fréttamannafundi í dag og gat bara hlegið.

„Ég er ekki að fara til Getafe, það er alveg klárt," sagði Bale en um var að ræða frekar skrítinn orðróm.

Líklegt þykir að Bale snúi aftur til Bretlandseyja. Hefur hann verið orðaður við Tottenham, Newcastle og félagið frá heimaborg sinni, Cardiff.


Athugasemdir
banner
banner