Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. júní 2022 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong gefur grænt ljós á skiptin
De Jong er til í að vinna aftur með Ten Hag.
De Jong er til í að vinna aftur með Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Frenkie de Jong er búinn að gefa grænt ljós á félagaskipti til Manchester United í sumar.

Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við United undanfarnar vikur eftir að Erik ten Hag tók við liðinu. De Jong og Ten Hag unnu saman hjá Ajax í Hollandi.

De Jong var í fyrstu sagður ekkert sérstaklega spenntur fyrir hugmyndinni að fara frá Barcelona en er búinn að ræða við Ten Hag og er tilbúinn að fara til Manchester.

De Jong, sem er 25 ára gamall hollenskur landsliðsmaður, var seldur frá Ajax til Barcelona sumarið 2019 fyrir 75 milljónir evra. Hann hefur ekki alveg staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann var keyptur og ekki alveg náð að finna taktinn í Katalóníu.

Að sögn Daily Mail þá eiga Barcelona og Man Utd enn eftir að komast að samkomulagi um kaupverð en Börsungar eru tilbúnir að selja leikmanninn vegna fjárhagsvandræða félagsins. Talið er að Katalóníustórveldið sé að biðja um 65 milljónir punda fyrir De Jong.
Athugasemdir
banner
banner