Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. október 2018 09:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pogba: Ég þarf ekki armbandið til þess að tala
Samband Pogba og Mourinho hefur verið blásið upp í fjölmiðlum undanfarið.
Samband Pogba og Mourinho hefur verið blásið upp í fjölmiðlum undanfarið.
Mynd: Getty Images
Að vera með armbandið hjá landsliði Frakklands er ekki eitthvað sem Paul Pogba sækist eftir og segir að leiðtogarnir séu ekki alltaf þeir sem tali inn í búningsklefanum.

Pogba segist ekki hafa neinn metnað fyrir því að bera fyrirliðaband Frakklands og segir að hann geti haft áhrif hjá landsliði sínu sem og félagsliði sínu hvort sem hann ber fyrirliðabandið eða ekki.

Jose Mourinho tók þá ákvörðun í síðasta mánuði að Pogba yrði ekki lengur varafyrirliði United sem virðist ekki trufla leikmanninn. Á fréttamannafundi með landsliðinu neitaði Pogba auk þess sögusögnum um að hann hefði áhuga á fyrirliðabandinu.

Ég hef aldrei spilað fyrir Frakkland til þess að verða fyrirliði. Að vera hér er nú þegar eitthvað stórt fyrir mig. Þú þarft ekki að bera bandið til þess að tala. Leiðtogi er ekki einhver sem er með armbandið,” sagði Pogba.

Sem leiðtogi getur þú talað inn á vellinum en ég hef séð leiðtoga sem tala ekkert endilega. Til dæmis er Andrea Pirlo leiðtogi en hann segir ekki mikið í búningsklefanum. Hann mun vera á vellinum og sýna þér leiðina. Hann er sannur leiðtogi. Armbandið hefur aldrei verið markmið hjá mér. ”

Pogba hefur verið gagnrýndur eftir að hann kallaði eftir því að United spilaði meiri sóknarbolta í fjölmiðlum. Didier Deschamps hefur verið Pogba innan handar og landsliðsþjálfarinn sagði sjálfur að umfjöllunin hafi verið ýkt.

Deschamps gaf mér góð ráð um að loka ekki á samskipti við fjölmiðla, heiminn og stuðningsmennina. Annars getur þú fengið hugmyndina um að ég vilji ekki tala því að ég sé í uppnámi þótt ég sé það alls ekki,” sagði Pogba.

Þjálfarinn talaði við mig, hann hjálpaði mér með það. Og nú held ég að ég sé opnari, ég tjái mig aðeins meira. Ég hef aldrei verið ósáttur með fjölmiðla, ég hef bara ekki viljað tala. Ég sagði við sjálfan mig að það þjónaði engum tilgangi að tala.”
Athugasemdir
banner
banner
banner