Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. nóvember 2018 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Palace og Spurs: Zaha ekki í hóp
Mynd: Getty Images
Crystal Palace tekur á móti Tottenham í síðasta leik dagsins í enska boltanum og er Wilfried Zaha, besti leikmaður heimamanna, ekki í hóp.

Líklegt er að Zaha hafi meiðst eða veikst í dag því Roy Hodgson sagði ekkert athugavert á fréttamannafundi í gær.

Jordan Ayew tekur stöðu hans sem fremsti leikmaður Palace sem teflir annars fram óbreyttu liði frá 3-1 tapi gegn Chelsea um síðustu helgi.

Mauricio Pochettino gerir tvær breytingar á liðinu sem lagði Wolves að velli í síðustu umferð. Victor Wanyama og Dele Alli koma inn í liðið í stað Harry Winks og Mousa Dembele, sem er meiddur.

Jan Vertonghen, Danny Rose og Vincent Janssen eru einnig meiddir í liði Tottenham og þá vantar Christian Benteke, Conor Wickham, Scott Dann og Joel Ward í lið Crystal Palace.

Tottenham getur jafnað Liverpool og Chelsea að stigum með sigri á meðan Palace þarf sigur í fallbaráttunni.

Crystal Palace: Hennessey, Van Aanholt, Tomkins, Sakho, Wan-Bissaka, McArthur, Milivojevic, Meyer, Kouyate, Townsend, Ayew

Tottenham: Lloris, Davies, Foyth, Alderweireld, Trippier, Wanyama, Sissoko, Alli, Moura, Lamela, Kane
Athugasemdir
banner
banner
banner