Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. nóvember 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Callum Wilson verður ekki seldur í janúar
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur áhuga á Callum Wilson, sóknarmanni Bournemouth, en Eddie Howe segir ekki möguleika á því að hann verði seldur í janúarglugganum.

Wilson hefur farið vel af stað á tímabilinu og er meðal markahæstu manna ensku deildarinnar. Hann var valinn í enska A-landsliðshópinn á dögunum og gæti spilað sinn fyrsta leik þegar England mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik og Króatíu í Þjóðadeildinni.

Wilson hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Bournemouth í nokkur ár en hann hefur þurft að glíma við tvö krossbandsslit á ferlinum og hefur aldrei verið jafn öflugur og hann er í dag.

„Ég er að reyna að byggja lið hérna og það er ekki möguleiki að hann verði seldur í janúar. Ég er mjög ánægður með liðið sem ég hef undir höndunum og hef enga löngun til að róta í hópnum," sagði Howe þegar hann var spurður hvort félagaskipti væru möguleg í janáur.
Athugasemdir
banner
banner