Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Arteta vill styrkja liðið í janúar - „Við erum með rosalega þunnan hóp"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Mikel Arteta vonast eftir því að geta styrkt hópinn frekar í janúarglugganum en hann sagði þetta eftir 3-1 tap liðsins gegn Brighton í enska deildabikarnum í gær.

Arsenal fékk óvæntan skell gegn Brighton eftir að hafa spilað frábærlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Arteta leyfði sér að hvíla marga mikilvæga menn gegn Brighton og sást þar helsti veikleiki Arsenal og það er sjálf breiddin á hópnum.

Hann ætlar að skoða möguleikana í janúar til að styrkja hópinn.

„Við vitum að við erum með einhver meiðsli og hópurinn er rosalega þunnur. Ég hef sagt það frá fyrsta degi að við erum með þunnan hóp. Ef allir eru klárir og enginn meiddur þá erum við í fínum málum, en um leið og eitthvað gerist, þá við vitum hvernig málin standa. Þetta er ekkert nýtt og ég held ég hafi sagt þetta daginn eftir að félagaskiptglugginn lokaði.“

„Það er gluggi að opnast í janúar og við þurfum að ræða þau tækifæri sem eru í boði, getuna til að gera einhverjar breytingar og vera á markaðnum til að finna tækifærin. Það eru margir möguleikar sem eru opnir,“
sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner