Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. janúar 2020 17:24
Aksentije Milisic
Solskjær: Mjög ánægður með Rashford
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var sáttur með sigurinn á Norwich í dag. United spilaði mjög vel og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum þegar liðið gekk á lagið.

Solskjær sagði að þetta væri það sem hann vill fá frá sínu liði og þá hrósaði hann einnig Marcus Rashford.

„Ég er mjög ánægður. Við vorum á fullu allann tímann og það er það sem ég vil fá frá mínu liði. Þetta verðum við að gera ef við viljum ná meistaradeildarsæti," sagði Ole.

„Í ensku úrvalsdeildinni verður þú að láta spilamennskuna telja og skora mörk þegar þú ert betri í leikjum. Við gerðum það í dag og seinni hálfleikurinn var mjög góður.

Solskjær hrósaði Marcus Rashford sérstaklega eftir leikinn.

„Frábær árangur hjá Marcus að ná að spila 200 leiki svona snemma á ferlinum. Hann komst í gegnum mest allann leikinn, hann var farinn að ströggla aðeins svo við tókum hann útaf og gáfum honum hvíld. Ég er mjög ánægður með Marcus."

Næsti deildarleikur hjá Ole og hans mönnum er á útivelli gegn Liverpool á sunnudaginn eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner