Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. mars 2021 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Kjær jafnaði í uppbótartíma á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Manchester United og AC Milan áttust við í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var jöfn eftir jafnan fyrri hálfleik og kom táningurinn Amad Diallo inn af bekknum í hálfleik fyrir Rauðu djöflanna. Það tók hann aðeins fimm mínútur að setja mark sitt á leikinn þegar hann skoraði með laglegum skalla eftir frábæra sendingu frá Bruno Fernandes.

Milan tók völdin á vellinum eftir markið en fann ekki leið framhjá Dean Henderson og þéttum varnarmúr Man Utd.

Markið leit þó loksins dagsins ljós í uppbótartíma, þegar danski miðvörðurinn Simon Kjær skallaði hornspyrnu Rade Krunic í netið og gerði þannig verðskuldað jöfnunarmark.

Man Utd 1 - 1 AC Milan
1-0 Amad Diallo ('50)
1-1 Simon Kjær ('92)

Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers eru ennþá í keppninni og gerðu jafntefli í Prag.

Heimamenn í Slavia voru betri og komust yfir með glæsimarki snemma leiks en sænski varnarjaxlinn Filip Helander jafnaði og bjargaði stigi. Lokatölur 1-1.

Ajax skoraði þá þrjú gegn Young Boys á meðan Villarreal lagði Dynamo Kiev að velli í Úkraínu.

Slavia Prag 1 - 1 Rangers
1-0 Nicolae Stanciu ('7)
1-1 Filip Helander ('36)

Ajax 3 - 0 Young Boys
1-0 Davy Klaassen ('62)
2-0 Dusan Tadic ('82)
3-0 Brian Brobbey ('92)

Dynamo Kiev 0 - 2 Villarreal
0-1 Pau Torres ('30)
0-2 Raul Albiol ('52)
Athugasemdir
banner
banner
banner