Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. mars 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingi Rafn í Árborg (Staðfest)
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Miðjumaðurinn Ingi Rafn Ingibergsson hefur ákveðið að leika með Árborg í sumar.

Þessi reynslumikli leikmaður kemur í Árborg frá Selfossi.

Ingi, sem er á 38. aldursári, var lánaður í Árborg á fyrri hluta síðustu leiktíðar og spilaði hann fimm leiki í 4. deildinni. Í þessum fimm leikjum skoraði hann fimm mörk.

Hann var kallaður aftur til Selfoss í seinni félagaskiptaglugganum og spilaði 12 leiki er Selfoss vann sér inn sæti í Lengjudeildinni. Hann skoraði tvö mörk í þessum 12 leikjum.

Hann verður ekki með Selfoss í Lengjudeildinni í sumar nema félagið ákveði krækja aftur í hann síðar. Ingi Rafn byrjaði sinn meistaraflokksferil með Selfossi 2002 en hann hefur einnig leikið fyrir ÍBV og Ægi á sínum ferli.

Árborg er í 4. deild og leikur þar í A-riðli með Kríu, Snæfelli, Afríku, Berserkjum, RB, GG, KFR og Ísbirninum. Fyrsti deildarleikur liðsins er við Afríku 16. maí á Selfossi.
Athugasemdir
banner
banner
banner