Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. mars 2021 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær um jöfnunarmarkið: Henderson gat varið þetta
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær gaf kost á sér í viðtal eftir 1-1 jafntefli Manchester United og AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Rauðu djöflarnir tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir jafnan leik en þá tóku gestirnir frá Ítalíu völdin á vellinum. Þeir gerðu verðskuldað jöfnunarmark í uppbótartíma þegar Simon Kjær skallaði hornspyrnu Rade Krunic í netið.

Solskjær telur Dean Henderson, markvörð Man Utd, hafa getað gert betur í markinu.

„Þetta útivallarmark gerir útileikinn mikið erfiðari en við vissum að úrslitin myndu alltaf ráðast í seinni leiknum. Henderson gat vissulega varið þennan bolta en við áttum að vera grimmari og ráðast á boltann. Við vorum langt frá okkar besta í dag," sagði Solskjær.

„Við vorum alltof hægir á boltanum, stundum gerist þetta eftir stórleiki eins og gegn Manchester City."

Amad Diallo kom inn af bekknum og gerði eina mark Man Utd í leiknum.

„Diallo er sköpunarglaður leikmaður sem þarf mikið frelsi á vellinum. Hann gerði flott mark en á enn margt eftir ólært."

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner
banner