Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. maí 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
Lasse Petry og Bruno Soares komnir með leikheimild
Lasse Petry í leik með Val.
Lasse Petry í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry, miðjumaður FH, og Bruno Soares, miðvörður HK, eru báðir komnir með leikheimild.

Petry verður því með FH sem leikur gegn KA á Dalvíkurvelli í kvöld. Hann kom frá HB Köge á dögunum en var ekki kominn með leikheimild þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Val.

„Ég var ekki búinn að vera að byrja marga leiki hjá mínu gamla liði, þannig þegar Óli og Davíð hringdu í mig sá ég þetta sem stórt tækifæri að spila í mjög góðu liði með mörgum góðum leikmönnum og þjálfurum. FH er stórt félag á Íslandi sem á skilið að vera við toppinn, svo vonandi get ég hjálpað til að ná í sigra og það byrjar á miðvikudaginn," sagði Petry við miðla FH.

Bruno er 33 ára gamall Brasilíumaður en hann var ekki kominn með leikheimild þegar HK tapaði 2-3 fyrir Selfossi í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. HK, sem var spáð 2. sæti, heimsækir KV á morgun.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner